Getum við aðstoðað?

Héraðsdómur um aðlögun réttinda

13. desember 2023

Héraðsdómur um aðlögun réttinda

Í lok nóvember féll héraðsdómur í máli sjóðfélaga gegn Lífeyrissjóði verslunarmanna, LV, þar sem aldursháð aðlögun réttinda var dæmd ólögleg. LV fór svipaða leið við innleiðingu nýrra líftaflna og Almenni lífeyrissjóðurinn og því er hugsanlegt að dómurinn geti haft áhrif á sjóðinn.

Stjórn LV hefur ákveðið að óska eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómnum beint til réttarins á grundvelli heimildar í lögum um meðferð einkamála, en verði leyfinu hafnað verður áfrýjun tekin fyrir í Landsrétti. Margir lífeyrissjóðir samþykktu svipaðar mótvægisaðgerðir vegna nýrra líftaflna og því er mikilvægt að málið verði til lykta leitt á efri dómstigum. Almenni lífeyrissjóðurinn mun fylgjast vel með framvindu málsins og upplýsa sjóðfélaga þegar niðurstaða liggur fyrir. Sjóðurinn mun virða endanlega niðurstöðu dómstóla og aðlaga mótvægisaðgerðir sínar að þeim niðurstöðum.