Almenni sendir kvörtun og ábendingu til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Neytendastofu
02. desember 2025
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sent ábendingu til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og kvörtun til Neytendastofu vegna starfs- og viðskiptahátta tveggja vátryggingamiðlara, Trygginga og ráðgjafar ehf. og Afkomu vátryggingamiðlunar ehf.
Umrædd félög hafa um nokkurt skeið hvatt einstaklinga til að færa skyldulífeyrissparnað sinn til Almenna lífeyrissjóðsins og beina síðan þeim hluta skylduiðgjalda sem rennur í séreign til þýska tryggingafélagsins VPV Versicherungen. Við sölustarfsemina telur Almenni að félögin hafi með óheimilum hætti notað nafn og ímynd sjóðsins til að stuðla að sölu á viðkomandi vörum. Af þessum ástæðum hefur sjóðurinn lagt fram formlega kvörtun til Neytendastofu.
Almenni beindi því einnig til FME og Neytendastofu að hefja frumkvæðisathugun á starfsháttum félaganna þar sem ýmislegt bendi til þess að mikilvægum upplýsingum sé haldið frá neytendum og að ráðgjöf sölumanna hafi með óeðlilegum hætti haft áhrif á ákvarðanir neytenda.
Almenni bendir sjóðfélögum á kynningarefni frá sjóðnum sem skýrir muninn á milli lífeyristrygginga og séreignarsparnaðar, ásamt greinum Gunnars Baldvinssonar framkvæmdastjóra sjóðsins sem birtist í Viðskiptablaðinu um sama málefni: