Innborganir fyrir lok nóvember

06. nóvember 2014

Reiknað er með að fyrstu innborganir inn á lán verði greiddar fyrir lok nóvember eins og lögin gera ráð fyrir en unnið er að tæknilegri lausn hjá Ríkisskattstjóra, lífeyrissjóðum og lánastofnunum. Almenni lífeyrissjóðurinn vill benda sjóðfélögum á að fara vel yfir launaseðlana sína til að ganga úr skugga um að viðbótarsparnaður sé dreginn af launum.  Til að kanna hvort greiðslur séu að berast til sjóðsins er heppilegt að fara inn á sjóðfélagavefinn til að stemma launaseðla og innborganir af. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta skoðað sérsaka upplýsingasíðu Almenna lífeyrissjóðsins um greiðslu séreignar inn á lán sem má finna hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.