Getum við aðstoðað?

Nýr upplýsingavefur um tillögur um sameiningu Lífsverks og Almenna

20. október 2025

Nýr upplýsingavefur um tillögur um sameiningu Lífsverks og Almenna

Lífsverk lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa opnað sameiginlegan upplýsingavef í tengslum við tillögur stjórna sjóðanna um sameiningu þeirra. Markmiðið er að veita sjóðfélögum skýrar og aðgengilegar upplýsingar um málið áður en sjóðfélagar kjósa um tillögurnar. 

Á vefnum er m.a. fjallað um: 

  • Markmið með sameiningu sjóðanna.  
  • Samrunaferlið og helstu dagsetningar.  
  • Hverjar helstu breytingarnar verða fyrir sjóðfélaga ef sameining sjóðanna verður samþykkt. 

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og taka afstöðu í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fer fram dagana 11. til 13. nóvember.  

Almenni lífeyrissjóðurinn mun kynna tillögur um sameiningu sjóðanna sérstaklega á opnum kynningarfundi fyrir sjóðfélaga fimmtudaginn 30. október kl. 8:30 á skrifstofu sjóðsins að Dalvegi 30.  

Sterkari saman – upplýsingavefur Lífsverks og Almenna.