Öflugt lífeyriskerfi
26. júní 2014
Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna hefur batnað á milli ára samkvæmt yfirliti Fjármálaeftirlitsins yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2013 sem birt var í gær. Samkvæmt yfirlitinu er tryggingafræðileg staða sjóða án ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga að nálgast jafnvægi en staða þeirra sem eru með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er enn áhyggjuefni.
Á liðnu ári störfuðu 27 lífeyrissjóðir í 80 deildum samtryggingar og séreignar. Eignir sjóðanna voru í árslok 2013 158% af vergri landsframleiðslu og hefur hlutfallið aldrei verið hærra.
Almenni lífeyrissjóðurinn er enn sem fyrr 6. stærsti lífeyrissjóðurinn á landinu. Smelltu hér til skoða yfirlit Fjármálaeftirlitsins betur.