Getum við aðstoðað?

Samrunasamningur undirritaður

26. september 2025

Samrunasamningur undirritaður
Fremri röð frá vinstri Reynir Leví Guðmundsson meðstjórnandi, Agnar Kofoed-Hansen, varaformaður stjórnar Lífsverks, Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður og Arna Guðmundsdóttir, varaformaður stjórnar Almenna. Aftari röð frá vinstri, Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna og Elva Ósk S. Wiium, Albert Jónsson og Þórarinn Guðnason úr stjórn Almenna.

Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins hafa skrifað undir samrunasamning. Sameiningin er háð því að sjóðfélagafundir samþykki tillögur um samruna og að fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum beggja sjóða. Verði tillögur samþykktar mun sameinaður lífeyrissjóður hefja starfsemi 1. janúar 2026.

Með sameiningu lífeyrissjóðanna er stefnt að því að mynda sterkari grunn fyrir góð lífeyrisréttindi og mynda stærri sjóð sem verður betur í stakk búinn að mæta auknum kröfum og veita betri þjónustu. Markmiðið er einnig að ná fram  hagræðingu í rekstri sem getur stuðlað að lægri kostnaði og hærri ávöxtun til sjóðfélaga.

Tillögur um sameiningu verða kynntar sérstaklega á sjóðfélagafundum í október og á heimasíðum sjóðanna. Stefnt er að því að tillögurnar verði lagðar formlega fyrir sjóðfélagafundi í báðum sjóðum þann 11. nóvember og sjóðfélagar taki afstöðu í rafrænum kosningum dagana 11. til 13. nóvember.

Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samrunasamnings Lífsverks og Almenna.