Getum við aðstoðað?

Fullt hús á upplýsingafundi

26. júní 2014

Vegna fjölda áskorana hélt Almenni lífeyrissjóðurinn annan upplýsingafund sinn um greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað í hádeginu í dag, fimmtudaginn 26. júní. Eins og sjá má á myndinni var fullt út úr dyrum en salurinn tekur um 50 manns í sæti. Brynja M. Kjærnested og Eva Ósk Eggertsdóttir héldu kynninguna og svöruðu fjölda góðra fyrirspurna sem bárust frá fundargestum. Boðað var til fundarins með tölvupósti sem sendur var til þeirra sjóðfélaga sem eru á póstlista. Hægt er að skrá sig á póstlista Almenna lífeyrissjóðsins með því að smella hér.