Yfirlitin í dreifingu
17. febrúar 2020
Þessa dagana berast sjóðfélögum yfirlit sem sýna hreyfingar frá 1. júlí til 31. desember 2019 og upplýsingar um lífeyrisréttindi og inneign í lok tímabilsins. Með í umslaginu er fréttabréf með helstu fréttum af sjóðnum og lífeyrismálum. Það er góð regla að bera saman launaseðla og yfirlit til að athuga hvort iðgjaldagreiðslur á launaseðlum hafi skilað sér til lífeyrissjóðsins. Fréttabréfið má sjá hér.