Þættir

Sjá elstu fyrst

Hlaðvarp #4, Sjálfbærni í fjárfestingum

Hver er staða og þróun í sjálfbærni  og samfélagslegri ábyrð í fjárfestingum og hvaða áskoranir eru til staðar. Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og Copenhagen Business School og Lára Jóhannsdóttir, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild HÍ fara á dýptina um þessi mál. Helga Indriðadóttir, sjóðstjóri hjá Almenna og stjórnarmaður í IcelandSIF og Halldór Bachmann, kynningarstjóri Almenna taka þátt í umræðunni.

Hlusta

Hlaðvarp #3, Algengar spurningar

Hvaða spurningar berast oftast til Almenna lífeyrissjóðssins þessa dagana, hafa þær breyst á síðustu áratugum og myndu aðrar spurningar nýtast sjóðfélögum betur? Brynja Margrét Kjærnested og Þórhildur Stefánsdóttir, reyndustu ráðgjafar sjóðsins, leitast við að svara þessum spurningum og miðla af áratuga langri reynslu sinni og þekkingu.

Hlusta

Hlaðvarp #2, Fjárfestingarstefna og prjónauppskriftir

Aðalefni þáttarins er fjárfestingarstefna Almenna fyrir árið 2021. Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri Almenna greinir frá helstu breytingum á fjárfestingarstefnu og skýrir góða ávöxtun síðasta árs. Í lífeyrisleyndardómnum útskýrir Þóra Margrét Birgisdóttir, kennari og fyrirtækjaeigandi í Stykkishólmi, hvernig umræða um lífeyrismál hljómar fyrir henni. Í Almennu lífeyrisorðabókinni er tekið fyrir fyrirbærið reiknað endurgjald.

Hlusta

Hlaðvarp #1, Fyrsta fasteign

Fjallað um fyrstu fasteign og leiðir til að auðvelda kaupin, Lífeyrisleyndardómurinn: Aðsend spurning frá Árna Helgasyni um það sem þarf að hafa í huga ef maður myndi vilja skipta um lífeyrissjóð.  Almenna lífeyrisorðabókin, hugtak um lífeyrismál eða fjármál útskýrt. Hvað er aldurstengd réttindaávinnsla? Úff, hljómar flókið en svarað á mannamáli.

Hlusta