Fræðsla og ráðgjöf

Fyrsta fasteign – moli úr hlaðvarpi Almenna

Það er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða skattfrjálst upp í útborgun eða inn á höfuðstól fyrstu fasteignar. Heimilt er að gera þetta í tíu ár og getur upphæðin verið allt að fimm milljónir fyrir einstakling eða tíu milljónir fyrir par. Þetta kemur fram í Hlaðvarpi Almenna – Algengar spurningar.

Eingöngu er hægt að nýta það sem greitt er í viðbótarlífeyrissparnað en ekki séreign sem verður til sem hluti af skyldusparnaði. Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að ganga úr skugga um að séreignin sé úr viðbótarlífeyrissparnaði. Komið hefur fyrir að þeir sem eiga séreign úr skyldusparnaði telji sig geta notað hana upp í fyrstu fasteign. Það er mjög mikilvægt að hafa samband sjóðinn og kanna hvort séreignin sé ekki örugglega úr viðbótalífeyrissparnaði áður en gert er ráð fyrir þessum greiðslum í útborgun.

Þessi fyrirspurnir má segja að komi ekki nógu oft og ekki nógu snemma. Það hefur komið fyrir að greiðslur sem gert hafði verið ráð fyrir til greiðslu í útborgun í fasteign var svo ekki laus séreign úr viðbótarlífeyrissparnði heldur séreign sem varð til sem hluti af skyldusparnaði.  Það er óhætt að mæla með því að kanna þetta áður en gerð eru bindandi tilboð vegna fasteignakaupa.

Smelltu hér til að horfa á umræður um þessa spurningu eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

Athugið að neðst í spilaranum, bæði fyrir hlaðvarp og myndband, er hægt að smella beint á það sem þú hefur áhuga á að kynna þér.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.