Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Er séreignin mín laus? – moli úr hlaðvarpi

Mjög algengt er þessa dagana að ráðgjafar Almenna séu spurðir hvort hægt sé að greiða séreign út. Í Hlaðvarpi Almenna um Algengar spurningar kemur þetta fram auk spurninga sem ætti e.t.v. frekar að spyrja að mati reyndustu ráðgjafa sjóðsins, þeim Brynju Margrétar Kjærnested og Þórhildar Stefánsdóttur.

Stjórnvöld hafa gefið kost á að þeir sem eiga séreign í viðbótarlífeyrissparnaði geti tekið hann út samkvæmt ákveðnum reglum vegna fjárhagsástæðna tengdum kórónuveirufaraldrinum. Það veldur veldur misskilningi að hluti af skylduiðgjaldi fer í séreigarsjóð hjá Almenna en séreign sem verður til af skylduiðgjaldi heyrir ekki undir þetta heldur á þetta eingöngu við um viðbótarlífeyrissparnað. Sú séreign sem sjóðfélagar sjá á yfirlitum og er hluti af skyldusparnaði hefur ekki verið laus til útborgunar.

Ekki hefur verið opnað fyrir þennan möguleika á ný en í apríl árið 2020 fjölgaði mjög heimsóknum á heimasíðu og á sjóðfélagavef þegar opnað var fyrir umsóknir. Á sjóðfélagavef mun koma skýrt fram hvort og þá hve mikil séreign er laus til útborgunar. Upplýsingar um opnuna munu koma fram á heimasíðu sjóðsins þegar og ef af henni verður.

Smelltu hér til að horfa á umræður um þessa spurningu eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

Athugið að neðst í spilaranum bæði fyrir hlaðvarp og myndband er hægt að smella beint á það sem þú hefur áhuga á að kynna þér.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi