Fræðsla og ráðgjöf

Skattþrep – moli úr hlaðvarpi Almenna

Þar talsvert snúið að passa upp á að greitt sé í rétt skattþrep þegar skattþrepin eru þrjú og greiðslur eru e.t.v. að berast frá mörgum stöðum. Sjóðnum berast margar spurningar sem tengjast skattamálum. Um þetta fjallar Þórhildur Stefánsdóttir ráðgjafi hjá Almenna og sérleg áhugamanneskja um skattamál í Hlaðvarpi Almenna um Algengar spurningar.

Það eru nokkuð margir sem eru í þeim sporum að fá tekjur frá fleiri en einum stað, bæði á meðan á starfsævinni stendur og á eftirlaunaárunum. Það er á ábyrgð hvers og eins að upplýsa skattayfirvöld um það skattþrep sem greiðslurnar tilheyra þannig að hægt sé að greiða rétta prósentu. Ráðgjafar Almenna fá nokkuð oft fyrirspurnir sem tengjast skattþrepum og reyna að leysa úr þeim og aðstoða sjóðfélaga eftir bestu getu.  Yfirleitt er um sjóðfélaga að ræða sem eru að fá greiðslur frá Almenna og öðrum sjóðum einnig sem gerir það að verkum að það er nokkuð flókið að finna út úr því hvaða skatt skuli greitt af hvaða greiðslum.

Smelltu hér til að horfa á myndband eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

 

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.