Fræðsla og ráðgjöf

Vantryggðu árin, spurningin sem enginn spyr – moli úr hlaðvarpi Almenna

Það tekur þrjú ár að vinna sér inn tryggingavernd sem er innifalin í lífeyrissjóðakerfinu vegna starfsorkumissis. Sjóðfélagar eiga rétt á framreikningi sem þýðir að þeir fá greiddan örorkulífeyri eins og þeir hefðu unnið til 65 ára aldurs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hlaðvarpi Almenna og er eitt af þeim atriðum sem of sjaldan er spurt  um.

Fyrstu þrjú árin eftir að fólk hefur störf á vinnumarkaði er það ekki með fulla tryggingavernd frá lífeyrissjóðunum.  Eftir það eiga sjóðfélagar rétt á framreikningi við örorku þ.e. að fá greiddan örorkulífeyri eins og unnið hafi verið til 65 ára aldurs. Þessi fyrstu ár á vinnumarkaði eru því vantryggð og rétt að hvetja sjóðfélaga til að kaupa sér líf og sjúkdómatryggingar til að brúa þetta bil. Það veit nefnilega enginn hvenær fólk verður fyrir ógæfu. Ráðgjöf sjóðsins er að leita tilboða hjá tryggingafélögum í líf- og sjúkdómatryggingar fyrstu þrjú árin eftir að fólk byrjar að vinna.

Þegar maður er ungur er athyglin á öðru en því að eitthvað geti komið fyrir mann en það er nú samt staðreynd. Því er vissara að verða sér úti um tryggingar fyrstu árin á vinnumarkaði til að brúa þetta bil.

Smelltu hér til að horfa á umræður um þessa spurningu eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

 

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.