Ársfundur 2020

05. júní 2020

Ársfundur 2020

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2020 var haldinn fimmtudaginn 4. júní á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Upphaflega stóð til að halda fundinn 26. mars en honum var frestað vegna samkomubannsins.

Á fundinum flutti Ólafur H. Jónsson, stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu og loks greindi Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingarstjóri frá fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Á fundinum var kosið um tvö laus sæti í stjórn sjóðsins en tímabili Ólafs H. Jónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur í aðalstjórn og Helgu Jónsdóttur varamanns, lauk á fundinum.

Sjö framboð bárust um þessi tvö lausu sæti í aðalstjórn en niðurstaða kosninganna var að Ólafur H. Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir voru endurkjörin í stjórn sem og Helga Jónsdóttir í varastjórn, öll til þriggja ára.

Sigríður Ómarsdóttir, skrifstofustjóri, fór yfir tillögur um breytingar á samþykktum sem voru samþykktar. Þá var greint var frá því að endurskoðunarskrifstofan Ernst & Young yrði endurskoðandi næsta starfsár.

Hér fyrir neðan má sjá gögn frá fundinum, nokkrar myndir ásamt upptöku frá honum:

Sigríður Magnúsdóttir var endurkjörin í aðalstjórn til þriggja ára.
Ólafur H. Jónsson, var endurkjörinn í aðalstjórn til þriggja ára.
Helga Jónsdóttir var endurkjörin í varastjórn til þriggja ára

 

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.