Ársfundur og niðurstöður stjórnarkjörs
05. apríl 2024
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2024 var haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2024 á Hilton Reykjavík Nordica.
Á fundinum flutti Sigríður Magnúsdóttir stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins.
Í aðdraganda ársfundarins fór fram rafrænt stjórnarkjör. Þrír sjóðfélagar buðu sig fram í tvö laus sæti kvenna í aðalstjórn en sex buðu sig fram eitt laust sæti konu eða karls í varastjórn. Þetta var í þriðja sinn sem Almenni stóð fyrir rafrænni kosningu í stjórn. Kosning hófst á hádegi 25. mars og lauk kl. 16:00, 3. apríl.
Á kjörskrá voru alls 55.858 sjóðfélagar og nýttu 1.049 sjóðfélagar kosningarétt sinn, eða 1,88% sjóðfélaga. Kjósendur í ár voru því 45% fleiri en árið 2023, þegar þeir voru 723.
Heildaratkvæðamagn atkvæða í kosningunum var 401.258.416.600. Greidd atkvæði voru 47.485.266.257 eða 99% fleiri en árið 2023. Kjörsókn miðað við atkvæðamagn var 11,83%.
Úrslit voru tilkynnt á ársfundi sjóðsins. Niðurstaða kosninganna var að Arna Guðmundsdóttir og Elva Ósk Wiium voru kjörnar í aðalstjórn til þriggja ára en Kristján Þórarinn Davíðsson hlaut kosningu í varastjórn til þriggja ára.*Uppfærsla á frétt. Kristján hefur tekið sæti í stjórn Landsbankans og tekur því ekki sæti í varastjórn Almenna. Kristján var fyrst kosinn varamaður í stjórn Almenna árið 2019. Samkvæmt ákvæðum í samþykktum verður nýr varamaður í stjórn kosinn á næsta ársfundi. Sjóðurinn þakkar Kristjáni fyrir samstarfið.
Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins voru kynntar auk þess sem Ernst & Young ehf. var sjálfkjörið sem endurskoðunarfélag sjóðsins fyrir reikningsárið 2024.
- Glærur frá fundinum
- Ársskýrslan
- Ræða formanns stjórnar
- Ræða formanns vegna tillögu sjóðfélaga um breytingar á samþykktum
- Tryggingafræðileg úttekt (skýrsla Talnakönnunar)
- Tryggingafræðileg úttekt (skýrsla Talnakönnunar)
- Fundargerð ársfundar (verður birt við fyrsta tækifæri)
Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Hér má sjá frétt sjóðsins um jákvæða raunávöxtun á síðasta ári þrátt fyrir háa verðbólgu.