Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins 2019

19. desember 2018

Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins 2019

Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins fyrir árið 2019 var undirrituð af stjórn sjóðsins þann 28. nóvember 2018.

Fjárfestingarstefnan er birt í heild sinni á vefsíðu sjóðsins, sjá hér.  Helstu breytingar sem gerðar eru í fjárfestingarstefnu fyrir árið 2019 eru eftirfarandi:

  • Í öllum ávöxtunarleiðum nema Húsnæðissafni er vægi einstakra eignaflokka í fjárfestingarstefnu óbreytt á milli ára, eingöngu er um að ræða breytingar á vikmörkum í stefnu um erlendar eignir, sem endurspeglar m.a. að erlend hlutabréf eru að færast nær stefnu. Í Húsnæðissafni hefur stefnu verið hnikað til á milli skuldabréfaflokka.
  • Söfn lífeyrissjóðsins eru enn nokkuð frá stefnu í erlendum eignum vegna gjaldeyrishafta sem voru í gildi á árunum 2008 – 2017. Áfram er stefnt að því að auka erlendar fjárfestingar og gert er ráð fyrir að söfn lífeyrissjóðsins nái stefnu um erlendar eignir á næstu 2-4 árum.
  • Stefna innan erlendra eignaflokka breytist lítið á milli ára, en hlutfalli milli erlendra hlutabréfa­sjóða, þ.e. vísitölusjóða, hermisjóða (enhanced funds), virkra sjóða og framtakssjóða hefur verið hnikað til.
  • Fjórar ávöxtunarleiðir séreignarsjóðs, Ævisafn II, Ævisafn III, Ríkissafn langt og Ríkissafn stutt lúta nú takmörkunum í fjárfestingarheimildum fyrir lágmarkstryggingavernd.  Þrjár ávöxtunarleiðir séreignarsjóðs, Ævisafn I, Innlánasafn og Húsnæðissafn lúta áfram takmörkunum í fjárfestingar­heimildum fyrir viðbótartryggingavernd.  Þessi breyting tekur m.a. til takmarkana á mótaðila­áhættu en þær takmarkanir eru þrengri í heimildum fyrir lágmarkstryggingavernd.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.