Getum við aðstoðað?

Góður ársfundur

19. mars 2014

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins var haldinn kl. 17:15, 18. mars á Icelandair Hótel Reykjavik Natura. Fundurinn var hann ágætlega sóttur og fór vel fram. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2013. Kjörtímabili tveggja stjórnarmanna lauk í ár, þeirra Sigurbjarnar Sveinssonar formanns og Sigríðar Sigurðardóttur varaformanns. Sigurbjörn gaf ekki kost á sér á ný en það gerði Sigríður en auk hennar gaf Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur, sem setið hefur í varastjórn sjóðsins, kost á sér. Þar sem önnur framboð bárust ekki var sjálfkjörið í aðalstjórn.  Kjósa þurfti í tvö laus sæti í varastjórn en auk Ólafs sem var kjörinn í aðalstjórn þurfti að kjósa í stað  Ingvars J. Baldurssonar en kjörtímabili hans lauk í ár. Þrjú framboð bárust: Björn Arnar Magnússon, Davíð Ólafur Ingimarsson og Pétur Þorsteinn Óskarsson. Davíð Ólafur og Pétur Þorsteinn voru kjörnir.

  •  Afkoma Almenna lífeyrissjóðsins var góð árið 2013 en sjóðurinn stækkaði um 10,5% á árinu úr 129 milljörðum í 142 milljarða. Sjóðfélagar í árslok voru 37.498.
  • Sigurbjörn Sveinsson fráfarandi formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sagði að árið 2013 hafi verið þriðja árið í röð sem blandaðar ávöxtunarleiðir skiluðu góðri ávöxtun og hefur Ævisafn I skilað 7,2% raunávöxtun á ári sl. þrjú ár og samtryggingarsjóður 5,9%.
  • Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði á árinu 2013 vegna góðrar afkomu en heildarskuldbindingar eru nú 2,5% umfram eignir og framtíðariðgjöld.

Gögn frá ársfundinum:

Ávarp Sigurbjörns Sveinssonar, formanns stjórnar.
Glærur frá fundinum.
Skýrsla Vigfúsar Ásgeirssonar tryggingafræðings um tryggingafræðilega úttekt.
Ársskýrsla 2013.
Fundargerð ársfundarins má sjá með því að smella hér.

mynd frá ársfundi 2014

Fundarmenn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins 2014.