Sjö sækjast eftir tveimur stjórnarsætum – Almenni
 • Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Sjö sækjast eftir tveimur stjórnarsætum

29. maí 2020

Sjö sækjast eftir tveimur stjórnarsætum

Sjö framboð hafa borist í tvö sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins á ársfundi sjóðsins en framboðsfrestur rann út á miðnætti 28. maí. Ársfundurinn verður haldinn 4. júní kl. 17:15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Á fundinum á að kjósa tvo aðalmenn í stjórn til þriggja ára og einn varamann. Í samþykktum sjóðsins er kveðið á um að stjórn sjóðsins skuli skipuð þremur konum og þremur körlum og þriggja manna varastjórn sé skipuð fulltrúum beggja kynja. Á fundinum lýkur kjörtímabili einnar konu og eins karls í aðalstjórn og einu konunnar í varastjórn. Í aðalstjórn skal því kjósa eina konu og einn karl til þriggja ára en í varastjórn skal kjósa eina konu til þriggja ára. Kallað verður eftir framboðum til varastjórnar á ársfundinum.

Eftirfarandi sjóðfélagar hafa tilkynnt framboð sitt og eru samkvæmt samþykktum sjóðsins kjörgengir til aðalstjórnar til þriggja ára:

 • Áslaug Elín Grétarsdóttir, lögfræðingur.
 • Elvar Steinn Þorkelsson, viðskiptafræðingur.
 • Hulda Sigurbjörnsdóttir, löggildur endurskoðandi.
 • Magnús Bjarnason – viðskiptafræðingur.
 • Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur.
 • Ólafur H. Jónsson – Byggingartæknifræðingur.
 • Sigríður Magnúsdóttir – Arkitekt.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.