Getum við aðstoðað?

Ársfundur 2018

23. mars 2018

Ársfundur 2018

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2018 var haldinn fimmtudaginn 22. mars á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2017 en auk þess var kosið um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn. Tímabili Ástríðar Jóhannesdóttur og Huldu Rósar Rúriksdóttur lauk, sem og Péturs Þorsteins Óskarssonar varamanns.

Tvö framboð bárust í tvö laus sæti kvenna í stjórn. Þau voru frá Örnu Guðmundsdóttur, lækni og formanni Læknafélags Reykjavíkur og Huldu Rós Rúriksdóttur, hæstaréttarlögmanni. Arna og Hulda Rós voru því sjálfkjörnar í aðalstjórn sjóðsins til þriggja ára. Eitt framboð í varastjórn barst í laust sæti í varastjórn en það var frá Oddi Ingimarssyni sem einnig var sjálfkjörinn.

Á fundinum flutti Ólafur Jónsson skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu og loks kynnti Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Á ársfundinum voru lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum sem voru samþykktar.

Skýrsla stjórnar á ársfundi 2018
Glærur frá fundinum
Tryggingafræðileg athugun 2017
Ársskýrsla-2017
Breytingar á samþykktum sem voru samþykktar á ársfundi
Ársfundur Almenna 2018 fundargerð