Ársfundur 2019
12. apríl 2019
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2019 var haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
Á fundinum flutti Ólafur Jónsson skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu og loks kynnti Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Auk þess stóð til að kjósa um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn. Tímabili Davíðs Ólafs Ingimarssonar og Sigurjóns H. Ingólfssonar í aðalstjórn lauk og Ragnars Torfa Geirssonar í varastjórn. Að auki sagði Anna Karen Hauksdóttir, varamaður í stjórn af sér af persónulegum ástæðum. Það lá því fyrir að kjósa þyrfti tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn. Einnig lá fyrir að ef að Oddur Ingimarsson sem sat í varastjórn yrði kjörinn í aðalstjórn þyrfti að kjósa alla þrjá varamenn í stjórn. Niðurstaða kosningarinnar var að Davíð Ólafur Ingimarsson og Oddur Ingimarsson voru kosnir í aðalstjórn og því þurfi að kjósa í öll þrjú sætin í varastjórn. Í varastjórn voru kjörin þau Helga Jónsdóttir, Kristján Þ. Davíðsson og Oddgeir Ottesen til eins, tveggja og þriggja ára.
Á meðan talning atkvæða fór fram voru lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum sem voru samþykktar.
- Glærur frá fundinum
- Ársskýrslan
- Ræða formanns stjórnar
- Fundargerð ársfundar 2019
- Tryggingafræðileg úttekt (skýrsla Talnakönnunar)
- Skýrsla Talnakönnunar um sérhæfðar örorku- og dánarlíkur