Ársfundur 2021

31. maí 2021

Ársfundur 2021
Helgi Pétur Magnússon, lögfræðingur Almenna, kynnti breytingatillögur á samþykktum..

Sjálfkjörið í aðalstjórn

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2021 var haldinn fimmtudaginn 27. maí á Hilton Reykjavík Nordica.

Á fundinum flutti Ólafur Jónsson stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins. Sjálfkjörið var í stjórn en þær Arna Guðmundsdóttir og Hulda Rós Rúriksdóttir voru endurkjörnar til þriggja ára en kjörtímabili þeirra lauk á fundinum. Tveir voru í framboði til varastjórnar en kjörtímabili Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk einnig á fundinum.  Kosið var á milli Kristjáns Þ. Davíðssonar og Ragnars Torfa Geirssonar. Svo fór að Kristján var endurkjörinn til þriggja ára. Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins voru kynntar af Helga Pétri Magnússyni lögfræðingi sjóðsins og voru tillögurnar samþykktar.Mynd af konum á ársfundi Almenna 2021

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.