Ársfundur 2022
15. mars 2022
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 31. mars 2022 í Þingsal II á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, kl. 17:15.
Dagskrá.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársskýrsla 2021 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
- Kynning á fjárfestingarstefnu.
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
- Kosning stjórnar: Kjörnefnd kynnir niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs sem lýkur kl. 16:00 þann 30. mars 2021.
- Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
- Ákvörðun um laun stjórnar.
- Önnur mál.
Á fundinum verða kynntar aðgerðir og lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum vegna innleiðingar á nýjum líftöflum sem byggja á spám um lengri lífaldur.
Rafræn kosning stjórnarmanna
Sérstök athygli er vakin á því að kl. 12:00 þann 24. mars næstkomandi verður opnað fyrir rafrænar kosningar þar sem hægt verður að kjósa tvo aðalmenn og einn varamann í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Kosning fer fram með rafrænum hætti en allar nánari upplýsingar um rafræna stjórnarkjörið og frambjóðendur eru á heimasíðu sjóðsins www.almenni.is. Kosningu lýkur kl. 16:00 þann 30. mars, eða daginn fyrir ársfund. Ekki verður þannig hægt að kjósa stjórnarmenn á ársfundinum sjálfum. Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að taka þátt.
Kjörtímabilum þeirra Odds Ingimarssonar og Davíðs Ólafs Ingimarssonar í aðalstjórn og Oddgeirs Ágústs Ottesen í varastjórn er að ljúka, og eru viðkomandi stjórnarmenn ekki að bjóða sig fram aftur. Þannig verða kosnir tveir nýir aðalmenn og einn nýr varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Alls buðu tíu sjóðfélagar sig fram til að gegna stjórnarsæti í Almenna lífeyrissjóðnum. Þeir eru í stafrófsröð:
Albert Þór Jónsson, Árni Gunnarsson, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, Frosti Sigurjónsson, Helgi S. Helgason, Kristinn Ásgeir Gylfason, Már Wolfgang Mixa, Reynir Jóhannsson, Viktor Ólason og Þórarinn Guðnason. Smelltu hér til að skoða upplýsingasíðu um frambjóðendur.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á ársfund sjóðsins.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Streymt verður frá fundinum sem hægt verður að horfa á hér.